The Secret Garden

 

Kompan, Alþýðuhúsið Siglufirði

The Secret Garden

For this exhibition in Kompan, Siglufjörður, Bryndís and Mark focused their attention on the garden as a space that not only reflects our connection to the flora and its environment but provides a grounding in memory for feelings and empathy, allowing the imagination to create a new vision of the garden of the future.

We looked around and wondered where the house and garden would have been. Now everything was changed; a large hole had been dug into the ground and the bottom tarmacked. All around there were high soil-banks that formed walls sheltering the collection of machinery, tools and materials. I wondered if this was where the house had stood.

The soil where the hole had been dug out formed hills along the former edges of the land. It was there that we saw you. You lay on your side between two piles of soil, carrying a few green leaves on twigs, but most of your branches were bare. The red-goldish leaves lay on the ground. It had been quite a few years since the garden had fallen into disrepair, so I wondered if you had managed to germinate and mature from a seed there – if you´d had the chance to grow and thrive for some years to become a good sized tree, to be torn up now from the ground and thrown aside. True, you are not particularly big, but you have managed to spread out a bit with at least four branches reaching from just above the root. Only a few leaves remain on you today. They can almost be counted on my fingers, but they all seem to grow around the same thick stem. How long have you been lying here? The green leaves indicate that there is still life in you. The other branches are bare, but it has been on these that your beautiful autumn-colored leaves once grew and now lie, reddening the ground around you and sparkling in the sun.

Týndi garðurinn

Fyrir sýninguna í Kompunni þá beina Bryndís og Mark sjónum sínum að garðinum sem rými endurspeglar tengingu okkar við flóruna og umhverfi hennar. Þau leyfa minningum að draga fram tilfinningar og samkennd sem hleypir ímyndunaraflinu á staði til sköpunar á nýrri  ásýnd af garði framtíðarinnar.

Ég horfði í kringum mig og velti fyrir mér hvar húsið og garðurinn hefðu verið.  Nú var allt breytt búið að grafa stóra holu í jörðina og malbika botninn á henni. Allt í kring voru háir moldarbakkar  sem mynduðu veggi sem skýldu samasafni af vélum, verkfærum og byggingarefnum. Ætli þetta sé þar sem húsið stóð áður.

Moldin úr holunni myndaði stóra hólum meðfram fyrri lóðarmörkum. Það var þar sem ég tók eftir þér. Þú lást á hliðinni milli tveggja moldarhauga með nokkur græn lauf á fáeinum greinum en flestar voru berar. Gylltu laufin lágu á jörðinni. Það voru jú nokkuð mörg ár síðan garðurinn fór í niðurníslu þannig að ég velti fyrir mér hvort þú hafir sprottið af fræi úr garðinum? Hvort þú hafir fengið tækifæri til að vaxa og dafna, verða að stóru tré sem síðan var rifið upp með rótum og hent til hliðar? Að vísu ertu ekkert sérstaklega stór en þú hefur þó náð að breiða aðeins úr þér með að minnsta kosti fjórar þykkar greinar rétt ofan við rótarmörkin.  Það má næstum telja laufin á greinum þínum á fingrum sér en þau virðast öll vera á einni grein. Hvað ætli þú hafir legið þarna lengi? Grænu laufblöðin gefa til kynna að það sé ennþá líf í þér. Það hefur verið á beru greinum sem fallegu haustlituðu laufblöðin uxu á áður og liggja nú eins og skraut umhverfis þig og blika í sólinni

þín uxu sem liggja nú sem skraut umhverfis þig og blika í sólinni.